Snillingarnir snúa aftur!

mánudagur, júlí 26, 2004

Myndirnar hjá Gulla

http://not.raunvis.hi.is/~gudlaugu/pictures/showpictures.php?dir=2004/07/24

sunnudagur, júlí 25, 2004

Í þynnku coma!

Jæja gott fólk...ég vil þakka ykkur öllum fyirr mjög svo skemmtilegt reunion í gær! Þetta var rosalega gaman og ég verð að segja að Gulli "swing" sýndi og sannaði að nýja keilusveiflan hans skilar árangri. Berglind á einnig hrós skilið en það eru eflaust ekki margar óléttar konur sem gera heilu fellurnar í röðum, komnar 9. mánuð á leiði!

Grillmaturinn var geðveikur, bjórinn líka og tónlistin mjög skemmtileg og ég held að okkur hafi í alvörunni tekist að blasta græjurnar nógu helv. hátt til að við gætum hefnt okkur á pakkinu á efri hæðinni fyrir hönd Berglindar og Hauks. Er búin að vera í svaka Gammel dansk þynnku í dag en sú þynnka var svo sannarlega þess virði ; )

Ég vil svo endilega hvetja alla til þess að halda áfram að blogga hér. Ég ætla svo að græja e-ð myndaalbúm sem ég ætla að setja á bloggið og geta þeir sem voru með myndavélar dælt inn fyllerísmyndunum.

Bið að heilsa í bili en enn og aftur takk fyrir daginn...þetta var frábær dagur!

kv.
Brynja

p.s höstlaði um 7 leytið fyrir utan 10-11....kött að nafninu Skotta, búsett á Grenimelnum. Ég bauð henni "í glas", tvöfalda íslenska léttmjólk og svo "drapst" hún upp í rúmi. Hún fór svo um hádegisbilið...eða eins og aðrar hjásvæfur!

föstudagur, júlí 23, 2004

Sorgarfréttir

Eymundur kemst ekki vegna þess að hann var búinn að gera plön sem gengu út frá því að vera í þrastarlundi og hann gat ekki breytt þeim með svona stuttum fyrirvara.

Kv, Pétur.

fimmtudagur, júlí 22, 2004

ATH!!!

Berglind bauð okkur að vera heima hjá sér og það er ekki svo galin hugmynd þar sem þar eru fleir sæti (samt nóg af sætum hjá mér) ....
Hún bloggaði þetta fyrr í dag:

Jæja gott fólk, við Brynja ákváðum að hittast heima hjá mér að Víðimel 72 í Vesturbænum klukkan 14 á laugardaginn, stærri ískápur undir allt ölið og sæti fyrir fleiri rassa, og þá getum við ákveðið frekara framhald af "nemendamótinu".
Síminn hjá mér er 692-0078/551-1928 ef að þið villist af leið, en annars er þetta innsta húsið á Víðimel til hægri þegar keyrt er inn götuna, blá kjallarahurð.
Hlakka til að sjá ykkkur.
Kv, Berglind.

hafið þessa breytingu í huga kl.14:00 á laugardaginn

kv.
Brynja

Hittingur

Eigum við þá bara ekki að hittast klukkan fjórtánhundruð heima hjá Brynju á laugardaginn? Svo bara spilum við þetta eftir hendinni...

Kv, Pétur.

Viðey

Þessi túr í Viðey var einhver sögutúr með mat og alles og svo átti að fara upp að Mosfelli og eitthvað meira. Næstum því dagsprógramm og kostar því 5500 kr/mann.
Sjáumst á laugardaginn ;)
Þórey

Mínir 5 aurar

Það hefur eitthvað verið skrafað hérna í vikunni á meðan ég sleikti sólina í Haukadal. Ég var reyndar farinn að hlakka til að hittast í Þrastarlundi og búinn að skipuleggja helgina í kringum það en verð víst að skipuleggja þetta aðeins öðruvísi. Ekkert vandamál með það. En eins og mér finnst Viðey nú skemmtileg þá datt mér allt í einu í hug að gaman væri að fara í go-kart. Það á víst að vera eitthvað svoleiðis uppi á efstu hæð á bílaplaninu í kringlunni. Annars fer þetta mest eftir veðrinu og eins og marg oft hefur komið fram er þetta skipulagt svo við getum hist.
En reyndar án þess að eiga von á fleiri umpólunum, þá gæti ég reddað allavegana tveimur kolagrillum (mögulega fleirum), 1-2 partítjöldum og bílgræjurnar hjá einhverjum eru örugglega nothæfar sem hljómtæki annars eigum við ferðatæki með geislaspilara. En fjöldinn ræður víst för og ég elti enda ekki í skipulagsnefnd og ætla mér ekki að kvarta.

Kveðja
Gulli

Allt að smella saman:)

Jæja gott fólk, við Brynja ákváðum að hittast heima hjá mér að Víðimel 72 í Vesturbænum klukkan 14 á laugardaginn, stærri ískápur undir allt ölið og sæti fyrir fleiri rassa, og þá getum við ákveðið frekara framhald af "nemendamótinu".
Síminn hjá mér er 692-0078/551-1928 ef að þið villist af leið, en annars er þetta innsta húsið á Víðimel til hægri þegar keyrt er inn götuna, blá kjallarahurð.

Hlakka til að sjá ykkkur.
Kv, Berglind.

Mér líst ljómandi vel á planið : )

Við getum hisst heima hjá mér og ákveðið hvað við viljum gera, allt eftir veðri og vindum. Ég væri til í Viðey og gögnuferð, en ég skildi samt ekki alveg hvað Þórey átti við með verðinu, er það þá ekki 5500 fyrir túinn (varla á manninn er það)? Ef það er leiðsögnin og það, þá er þetta ekki mikið á mann.

Keila hljómar ansi spennandi og ég er meira en til í það, ég held að þetta sé ein af fáu íþróttagreinum sem mér gengur sæmilega í, þó kannski best að hafa sem fæst orð um árangur í íþróttum ;) Eftir keilu gætum við svo grillað hjá mér eða í Nauthóslvíkinni, bara það sem okkur dettur í hug. Það er svo líklega best að hver og einn komi með sitt bús, því smekkur manna hefur væntanlega breyst síðustu 12 ár og ekki víst að allir drekki Koskenkorva útí mix lengur. Ég treysti mér því ekki í kokteilagerð neitt sérstaklega.

Ég á heima að Eggertsgötu 24, íbúð 217. Þetta er niðrí Skerjafirðinum á Stúdnetagörðunum í stóru blokkinni með 10-11. Ef einhver finnur þetta ekki þá er síminn hjá mér 845 8994

Hlakka til að sjá ykkur!

kv. Brynja

Reykjavík

Jæja held að þetta sé bara að verða komið hjá okkur!
Ég var að tala við Pétur á msn í gær og við sáum bara eina ferð í Viðey með leiðsögn, en hún kostaði 5500 kr. Svo kostar 500 kr með ferjunni fram og til baka þannig að við gætum bara tekið smá rölt um eyjunna. Einnig datt okkur í hug að fara í keilu, við gætum skipt í lið og sonna ;) Við gætum líka bara hisst hjá Brynju kl. 14 og ákveðið þá hvert við viljum fara, Hallgrímskirkja, Viðey eða Keila eða bara allt saman.
Við gætum svo öll farið saman að versla fyrir grillið, eða hvað? Held samt að það væri betra að hver fyrir sig kæmi með drykki, það eru kannski ekki allir sem ætla að drekka áfengi eða hvað?
Bless á meðan
Þórey

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Plaffffað á mávana í Nauthólsvík

Það er gott að það er að komast endanlegt plan fyrir helgina. Ég tjekkaði á veðurspánni og það á að vera skýjað á laugardaginn og rigning á sunnudaginn svo það gæti allt eins verið að það myndi rigna e-ð á laugardaginn, það er þá fínt að við höfum húsaskjól.

Við gætum hittst í fordrykk hjá mér, landakaffi með sykri ;) En það er spurning hvort við myndum leggja í púkk eða hver að koma með sitt. Ef það verður rigning á laugardaginn þá grillum við bara á svölunum hjá mér, en ef veðrið verður mannbjóðandi þá held ég að það væri tilvalið að kíkja í Nauthólsvíkina. Þrátt fyrir efasemdir Eymundar um ágæti þess, þá held ég að það verði ekki mikið að fólki þarna um kvöldmatarleytið og þegar líða tekur á kvöldið og í þau skipti sem ég hef komið þarna, þá hef ég ekki rekið augun í marga máva. Það er svo alltaf spurning að koma með loftriffil og "plaffffa" á kvikindin, eða senda eftir Skjölla og siga honum á mávana!

En hvað með Viðey...er e-r stemmari með það...á ég að tjekka með verð á gönguferð með leiðsögn??

kv.
Brynja

Reykjavík Ó Reykjavík

Mér finnst það bara ágætis hugmynd að hittast í Reykjavík, en slæmt væri það nú að láta einhverja leiðindamáva skíta oní matinn hjá manni. En með svona borgarferð, þá er hægt að gera þetta sem Brynja talaði um, Hallgrímskirkju og sona. Gætum svo kannski bara hist heima hjá henni og grillað og djúsað. Það er kannski bara best svona miðað við ástandið á hópnum. Ekki skynsamlegt fyrir óléttar Berglindir að hossast um sveitir landsins. Það komast sennilega flestir ef við gerum þetta svona. Verðum við þá ekki að hittast einhversstaðar í fordrykk? Hvað finnst ykkur?

Kv, Pétur.

Reykjavík

Góðan daginn
Ég er sammála Hjalta að ef við hittumst í Reykjavík geta fleiri mætt og er ég alveg tilbúin að fórna tjaldferð til að hitta sem flesta. Eigum við því ekki bara að slá því á fast til að sjá sem flest andlit?
Vildi bara koma þessari skoðun minni á framfæri.
Bæjó í bili
Þórey

Reykjavik

Hæ öll sömul.

Ég er alveg til í að hittast í Reykjavík ef það þýðir að fleiri komast.  Mér finnst langmikilvægast að sem flestir sjái sér fært um að mæta og mér finnst sjálfsagt að við tökum tillit til Berglindar þar sem hún er ólétt og á erfitt með að ferðast út og suður með okkur hinum. 

Ef það verður hins vegar ákveðið að vera í Þrastarlundi að þá get ég komið með grill og gæti hugsanlega reddað græjum líka. 

Jæja þið hafið allavega mitt sjónarmið í þessu en bókstaflega er ég til í allt...

kveðjur
Hjalti

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Reykjavík????

Gúddag!  Ég verð nú að segja fyrir mína parta að þar sem ég bý í Reykjavík þá væri ég nú frekar til í að gera eitthvað fyrir utan borgarmörkin, það er jú hægt að fá leið á þessari ágætu borg.  Svo held ég að  það sé nú lítil stemning að grilla innan um fimmhundruð manns í Nauthólsvík þar sem mávagerið er skítandi ofan á fólk og rænandi okkar ágæta grillmat.  En ef þetta er það sem fólk vill þá verður svo að vera.  Kveðja
                                                                   Eymundur.
 

Umpólun ;)

Já þetta eru fínar tillögur og ég samþykki þær alveg mótþróalaust, þó svo að ég sé búin að samþykkja allt annað líka ;) En ég var að spá í einu, ef við verðum svona að flakka um bæinn og enda svo í Nauthólsvík og sletta aðeins í okkur hver á þá að keyra?  Það væri kannski sniðugt að ferðast bara með strætó þennan daginn :) langt síðan ég hef gert það. Það kemur örugglega allt í ljós, en þú hefur mitt atkvæði.
Bless á meðan
Þórey
 
 

Enn ein tillagan

Sko...eftir að hafa gert smá könnun þá komst ég að þeirri niðurstöðu að Sigrún kemur ekki sökum anna í Flatey og Berglind hefur ekki ákveðið sig enn þá sökum óléttu. Mér er ekki kunnugt um hvort Hulda hyggist koma. Við erum því ekki nema jafnvel 7.

Ég hef pælt ansi mikið í þessu áður ákveðnu fyrirkomulagi og hef alveg andpólast í skoðunum mínum varðandi skipulagið (er þó ekki að kenna einum eða neinum um, ég er sjálf í "skipulagsnefnd"). Þar sem útlit er að fyrir að við verðum ansi fá og enginn hefur boðið fram grill og græjur veit ég ekki hversu vel við náum að uppfylla fyrri plön um reunion. Mér lýst samt enn vel á Draguasetrið á Stokkseyri en ég veit ekki lengur með að sofa í tjöldum og vera tónlistarlaus?! endar þetta þá ekki bara þannig að við drekkum okkur haugafull og og ælum hráu kjöti eftir að hafa reynt að grilla á einnota grillum! Mér finnst líka umhugsunarvert hversu fá við verðum en kannski koma Berglind og Hulda frekar ef þetta er í bænum, allavega Berglind þar sem hún er ekki að fara að keyra ein eða gista í tjaldi.

Ég set því fram hugmyndir hér og allar athugasemdir eru vel þegnar, góðar og slæmar. Þó svo að við búum flest hver í Reykjavík að staðaldri er hellingur sem við getum gert hér, þó það sé alltaf gaman að vera í sveitinni líka. Það er kannski ókostur að hópurinn gæti splittast upp þegar líður á kvöldið ef við verðum í bænum en hann er hvort eð er búin að skiptast upp þar sem við erum örfá sem erum að fara að hittast eða 7-8. Ég legg til að við verðum ögn menningarleg í bland við smá sukk, líkt og planið var, en þess í stað hér í bænum. Ég held þar fyrir utan að við munum drepast á hvert á eftir öðru í tjaldbúðum, sem er í raun það sama og hópurinn splittist á djamminu. Hér er hugmynd að laugardeginum:

Hittast um 14:OO fyrir utan Hallgrímskirkju og fara upp í turninn og skoða útsýnið (600 kr. á mann) ég hef farið og mæli með því, sérstaklega ef það er gott veður Þar gætum við platað tústistana til að taka "bekkjarmynd" ; ) Við gætum síðan hópkeyrt til Sundahafnar og farið í Viðey með ferjunni og fengið göngutúr með leiðsögn. ég er þó ekki viss hvað það kostar nákvæmlega með leiðsögn en ferðin fram og tilbaka í Viðey er 500 kr. á mann. Eftir Viðey gætum við farið í Nauthólsvík og grillað og tekið með okkur blakbolta og farið í smá strandarblak, það kostast ekki neitt. Þar gætum við sukkað og haft það skemmtilegt, útötuð í grillsósum og með kjöt á milli tannana. Síðan gætum við farið heim til mín þegar kvölda tæki og haldið áfram að fylla okkur og svo gætum við kíkt út á lífið, saman eða í sitthvoru lagi, allt eftir því hver stemmarinn er. Þar sem við verðum hvort eð er örfá ætti ekki að vera erfitt að halda hópinn. Ég er ekki með nein tímamörk á partýinu...við gætum alveg sleppt því að fara niður í bæ og verið bara hér, það er ekkert sem segir að við þyrftum endilega að fara niður í bæ. Ég hef löglega afsökun til að halda partý hér fram undir morgun þar sem ég flyt héðan eftitr mánuð. Þó íbúðin sé ekki stór þá hef ég auðveldlega haldið 25 manna partý hér og það hefur enginn kvartað hingað til.

Ok þetta er semsagt hugmyndin og endilega verið nú dugleg að kommenta. Ekki samt misskilja mig...ég fer ekkert í fýlu eða eitthvað svoleiðis ef ykkur líst ekki á þetta. Persónulega langar mig meira að sofa heima hjá mér en í tjaldi en ég gæti svo sum umpólast aftur...hver veit?!

bið að heilsa í bili
Brynja

Sammála síðasta ræðumanni!

Ég held líka að þetta sé bara nóg dagskrá og kannski er þá nóg fyrir okkur að leggja af stað úr bænum kl. 14:30-15:00. Hverjir ætla á bílum úr bænum?
Bæ í bili
Þórey
 

Draugar og djöfulgangur...

Jæja...mér líst vel á þessa dagskrá. Mér skilst með þetta ferðamannafjós að það sé bara búið spil. Kallinn bara hættur með þetta. Getum ábyggilega fengið að mjólka hjá honum eða eitthvað. Girða kannski...tekið upp járnkallinn og skellt upp einni girðingu eða svo. Gönguleiðirnar þarna er hægt að fá bæklinga um í upplýsingamiðstöðinni þarna. Við getum gengið um Þrastaskóg og Öndverðarnes eða eitthvað solis. Stuttar leiðir skilst mér....þannig að allir ættu að fíla þetta. Persónulega leiðast mér langar göngur. Ég held líka að skoðunarferð á draugasafnið plús gönguferð sé bara fín dagskrá einfaldlega vegna þess að við höfum bara held ég nóg að tala um.....eða það held ég allavegana. Ekki eins og við hittumst á hverjum degi :)

Kv, Pétur.

mánudagur, júlí 19, 2004

Draugar -drukknir eða dauðir

Ég vild endilega fara að fá e-a mynd á þetta "ekki-prógramm" okkar!! Mér lýst mjög vel á kajakferð og ferð á draugasafnið, hvort tveggja er á viðráðanlegu verði, en eins og Eymundur sagði þá eru nokkrir verðlflokkar í kajaksiglingunum og mér líst best á ferð 2 eða 3 en ferð 2 kostar 1900 og er án leiðsagnar en ferð 3 er með leiðsögn. Það er alltaf gaman að heyra heimamenn og kunnugua segja frá staðháttum og þess konar því maður verður ávallt margs vísari og því væri ég til í ferð 3, þ.e. með leiðsögn. Mér lýst líka mjög vel á draugasafnið en ég bjallaði í þá rétt áðan og verðið er 1400 á mann og enginn hópafsláttur. Þetta er 45. mín túr um safnið og maður verður víst ekki svikinn af því. Ég reyndi líka að bjalla í ferðafjós-bóndann að Laugarbökkum en hann svaraði ekki. Veit því ekki hvað kostar þar.

Hvernig er svo með grill, tónlist og þess háttar?? Gott væri ef e-r gætu tekið svoleiðis með sér en því miður á ég ekkert af áðurnefndu, en Hagkaups "gettóblasterinn" minn gaf nýlega upp öndina en ég gæti þó hugsanlega reddað e-m diskum.

Ef við erum að spá í draugsafninu og kajak þá væri eflaust fínt að leggja af stað úr bænum um 2 eða hálf 3.

Anyways...við verðum að fara að negla e-ð niður. Veist samt e-r hvernig veðurspáin er???

kv.
Brynja

Dagskrá

Persónlega finnst mér ekki gaman að veiða, því verður engin veiðiferð í þessari dagskrá ;)
En hún er svona:
Leggja af stað úr Reykjavík kl. 14:02:05, gætum hisst á einhverjum góðum stað og leggja öll af stað þaðan.
Bruna á Stokkseyri og skoða draugasafnið.
Keyra svo upp í Grímsnes og gera eitt af þrennu (eða allt ;)), 1. gönguferð um Þrastarskóg, 2. gönguferð einhversstaðar sem ég er búin að gleyma en ekki langt frá Þrastarskógi (Pétur veit það) og 3. skoða ferðamannafjós, Pétur fór víst einu sinni að skoða og það var rosalega gaman.
Tjalda í Þrastarskógi, grilla, drekka og rifja upp liðna tíma ;). Á einhver ferðagrill sem sá hinn sami gæti tekið með sér? Veit ekki hvort það er eitt stórt grill þarna.
Jæja kvartiði nú !
Þórey
 

Veiðiferð

Hvernig er það....er einhver stemning fyrir því að taka í veiðistöng og renna fyrir fisk? Ákvað nú bara að tékka á því...
 
Kv, Pétur.

Draugurinn í bleiku nærbuxunum

Jæja...mér líst ansi vel á draugadæmið og svo getum við fundið einhverja skemmtilega gönguleið um Grímsnesið. Það er einn stutt gönguleið í Þrastaskógi. Kannski hægt að kíkja á það. En svo er það þetta með bíla og för. Við vitum núna að Þórey verður á bíl og það fara þá 4 með henni, er það ekki? Einhverjir fleiri sem verða á bíl úr bænum? Væri gaman að vita.
 
Kv, Múhameð æðsti prestur.

Draugahús og ????

Halló, halló
Ég er alveg til í að kíkja í draugahúsið og eitthvað annað skemmtilegt. Ég fann síðu á netinu http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_grimsnesid.htm þar sem eru áhugaverðir staðir í Grímsnesinu. Við gætum þess vegna farið bara í gönguferð um Þrastarskóg. Hvernig hljómar það að leggja af stað úr bænum kl. 14, skoða draugahúsið og bruna svo uppeftir og taka smá rölt áður en við grillum?
Bless í bili
Þórey
 

Kajakar og draugahús

Hæ öll sömul,
 
Ég er sammála Eymundi og Pétri að mér finnst raftingið heldur dýrt en kajakarnir virðast alveg vera á viðráðanlegu verði - svo hljómar þetta draugasafn nokkuð spennandi.  Annars getum við líka fundið okkur einhvað sniðugt að gera þarna í nágrenninu.  Þurfum við ekki að fara negla þetta niður fljótlega?  Styttist í helgina og það væri fínt að vita hvenær maður þyrfti c.a. að vera komin á staðinn.
 
kveðjur
Hjalti