Snillingarnir snúa aftur!

mánudagur, júní 21, 2004

Hvað skal gjöra?

Hvað skal gjöra er komið verður í stæði tjalda? Skal þar upp búðum slá og ölið kneyfa úr hornum okkar fornfeðra? Skal setið að drykkju undir morgunroða þar til allir munu ekki lengur í lappir standa? Mun fólk grýta flugdiskum, láta fætur snerta sparktuðru og þar frameftir götunum? Hvað skal gjöra.......?

Salut, Pjotr.

fimmtudagur, júní 17, 2004

Þetta er komið!!!!

Þá er það ákveðið! Það á að hittast semsagt 24 júlí í Þrastaskógi , nánar tiltekið í Forsetalundinum sem er svona ólátabelgjasvæði. Jibbý!!!!!

Kv, Pétur.

miðvikudagur, júní 16, 2004

MSN

Jamm....er ekki upplagt að hittast soldið á msn?? Ég heiti petur78@hotmail.com

Kv, Pétur.

Skipulagsnefnd!!

Já ég skal vera með ykkur í nefndinni. Finnst alveg svaka gaman að skipuleggja eitthvað svona hittingsútilegufyllerí ;)
Getum spjallað á msn eða hisst einhversstaðar.
Kv.
Þórey

þriðjudagur, júní 15, 2004

Skipulagsnefnd

Halló. Ég var að velta fyrir mér hvort að ég, Brynja og einhver annar ættum að taka það að okkur að skipuleggja eitthvað sniðugt. Einhver sem býður sig fram?

Kv, Pétur.

Alltaf...

jafn fljótfær...gleymdi að segja að þetta væri til Gulla : )

Afmæliskveðja

Ég vissi að þú ættir afmæli 11. júní en ég bloggaði 12. júní. Tíminn er hins vegar vitlaus á bloggsíðunni...annað tímabelti eða eitthvað. Ég skal kippa því í liðinn við fyrsta tækifæri. :)

kv.

Brynja

mánudagur, júní 14, 2004

Gömul hugmynd endurnýjuð

Sæl öll sömul

Þar sem öll umræðan er komin hérna yfir á þetta blogg verður minna um tillögur og athugasemdir frá mér þar sem ég á mjög erfitt með að muna svona hluti. En ég álpaðist inn á þetta núna og líst vel á þær hugmyndir sem eru komnar upp. Ég er sammála þeim ræðumönnum sem segja að partý í bænum yrði sennilega ekki eins skemmtilegt og einhver sumarbústaðarferð. En það er alltaf vandamál með að finna stað.

Því legg ég til eins og Hjalti stakk upp á í pósti sem var sendur 22.maí að það taki sig saman 2-3 og skipuleggi þetta. Ég ætla ekki að stingast undan ábyrgð á þessu með því að vísa á aðra en miðað við umræðuna upp á síðkastið held ég að Pétur og Brynja gætu fengið einhvern í lið með sér og skipulagt þetta. Mér persónulega finnst upplagt að fara í útilegu eina helgi og taka laugardaginn og gera eitthvað saman (t.d. sund, bátsferð niður Hvíta (sá stutti gæti lagst til sunds), fjallganga eða bara sólbað ef veður leyfir) og að sjálfsögðu grilla saman um kvöldið. Þeir sem ekki nenna að liggja í tjaldi gætu þá komið á laugardeginum og verið með hópnum. En þar sem við búum á Íslandi er sjálfsagt að hafa Nauthólsvíkina eða svalirnar hjá Brynju til vara (það væri kannski hægt að finna stærri svalir án þess að ég hafi séð þær).

Kveðja
Gulli

sunnudagur, júní 13, 2004

Allt að smella saman, gaman gaman!!!

Jæja gott fólk! Við Brynja ákváðum að hittast heima hjá mér klukkan fjórtánhundruð á laugardaginn þar sem frekari stórákvarðanir varðandi þetta nemendamót verða teknar, ... þar er stærri ískápur til að kæla bjórinn og sæti fyrir fleiri rassa:) Þannig að við sjáumst á Víðimel 72 í Vesturbænum, þetta er innsta húsið í götunni og blá kjallarahurð til hægri. Síminn hjá mér er 692-0078 og 551-1928 ef þið villist.

Hlakka til að sjá ykkur.
Kv, Berglind......

Jæja góðir hálsmálar..........

Indislegt að vakna fyrir klukkan sjö á sunnudagsmorgni við það að e-r fokking fluga er að gera árás á mann og reyna hvað eftir annað að fljúga uppí mann, sem í þessu tilfelli var sterkur leikur hjá henni þar sem ég er með stíflað nef og á ekki annarra kosta völ en að anda í gegnum munninn ef ég ætla mér að halda lífi, ....hmm ég hefði kannski átt að gleypa helvítið, ég hélt reyndar á tímabili að ég hefði sofnað í nokkra daga og væri farinn að rotna af því að ég var ekki allveg að skilja þessa árashneigð í kvikindinu! En þar sem ég var nú vöknuð og fannst aðeins og snemmt að fara að skúra, ryksuga, baka, sauma, reyta arfa og út að hlaupa eins og ég er "vön" að gera á sunnudögum þá fór ég að spá aðeins í því hvar við "allraskemmtilegasti og efnilegasti árgangur Nesjaskóla fyrr og síðar" gætum hist og haft fyrir stafni.

Ég reyndar held að það sé frekar erfitt að finna sumarbústað núna til afnota þessa helgi, þeir eru eflaust upppantaðir en það má reyna. Við gætum líka stolið e-u flottu hjólhýsi og haft það kósý, eða bara dustað rykið af fermingartjaldinu og farið t.d. á Laugarvatn, Þingvelli eða í Húsafell (gætum lent í því að fá drullu, niðurgang og ræpu reyndar ef við förum Húsafell miðað við reynslu þeirra sem voru þar s.l. helgi;) Mér líst reyndar vel á Laugarvatn, það er mjög fínt að vera þar, tjaldstæðið er mjög gott, þar er sundlaug og svo er hægt að fara á bát út á vatnið og gera ýmsann skandal sem við höfum hingað til ekki átt í erfiðleikum með að framkvæma:) Það er líka fjall þarna rétt hjá sem er bara nokkur hundruð metrar á hæð og þá væri nú hægt að rifja upp fjallgönguna frægu sem var farin fyrir nokkrum árum. ....thhjahhhh það er helling hægt að gera þarna, það fer meira að segja rúta frá BSÍ sem við getum tekið og allir komast með, þannig að það væri hægt að gera þetta að svona ekta "sumarbúðaferð" á Laugarvatn svona eins og við fórum í nokkur úr þessum hóp fyrir 14 árum síðan!!!

Þá er mín tillaga komin á blað, síðan ætla ég bara að vona að ég geti hitt ykkur en ég stefni á það að fjölga mannkyninu um miðjann ágúst þannig að ég veit ekki allveg hvort það sé sniðugt að vera fjarri fæðingardeild um þetta leyti, en það kemur í ljós:)
Kveðja, Berglind.

föstudagur, júní 11, 2004

N-reglan og Nirvana

Já hver man ekki eftir undurskemmtilegu stafsetningaræfingunum hans Sigga Björns?! Ég held samt að þær hafi ekki alveg skilað sér því ég er alveg agalega léleg með N-reglurnar...erum við kannski fleiri?

Mér líst orðið ágætlega á sumarbústaða sukkferð þarf sem við gætum hagað okkur eins og í Nesjaskóla forðum daga þegar djöfullinn sjálfur bjó innra með okkur öllum...ja flestum. Það er þó spurning -eins og félagi Pétur benti á-hvort við getum reddað bústað án mikillar fyrihafnar. Er ekki einhver sem er að sofa hjá rétta fólkinu -hvernig er það eignlega?? Er ekki einhver með sumarbústaðasambönd? Nú þau sem erum á lausu hafa nokkrar helgar til að leggjast undir/ofan á réttu aðilana...

Annars vil ég líka nota tækifærið og óska félaga vor Guðlaugi til hamingju með gærdaginn...eða eins og Danirnir segja (já og kannski Stina Stuð þegar hún er í glasi); "Til Lykke Gúdlójgúr, Húúúrrrra, Húúúrrraa, HúúúúúúúRRRRRRRRRaaaaaaa!" Og svo er sullað fram á nótt!

Best skella svarta disknum með Metallica á fóninn og græja Nirvana safnið fyrir áheyrn, dusta rykið af köflóttu vinnuskyrtunni og gallavestinu...ÞVÍ ÞAÐ ER KOMIN HELGI!

Með von um góðar stundir

Bjórkveðjur
Brynja

Hvað er um að veeééraaaa?

Góðan dag kæru bekkjarfélagar! Loksins ætlum við mestu fyrirmyndar nemendur Nesjaskóla fyrr og síðar að hittast og rifja upp gamla tíma þar sem við fórum á kostum við það að reyna að gera skólagöngu okkar sem ánægjulegasta með ýmsum uppátækjum eins og Pétur sessunautur minn og glæpafélagi til margra ára hefur bent á í skrifum sínum.
Mér líst vel á grillveislu einhversstaðar í sumarbústað eða bara á tjaldstæði ef að veðrið er gott, gætum td farið uppá Flúðir, stutt að keyra þangað og oftast sæmilegt veður, hvernig líst ykkur á það? Jæja ég ætla að enda þennan pistil á línu sem mér er ákaflega minnisstæð úr stafsetningu hjá Sigga Bjöss en hún er svona, "þótt Hvítá væri ströng, lagði sá stutti óhikað til sunds". Hver man ekki eftir þessum fleygu orðum!
Kveðja Eymundur.

þriðjudagur, júní 08, 2004

Sumarbústaður?!?!?!

Það væri náttlega mesta snilldin að vera í sumarbústað einhversstaðar. En það er kannski of seint að tala um það? Veit það ekki...Á ekki einhver sumarbústað á lager? Annars detta mér fáir staðir í hug svona fyrir utan bæinn. Spurning um að slá upp tjaldbúðum fyrir aftan Nesjasjoppuna :D

Kv, Pétur.

Fyrir utan bæinn.....

Jamm er tilbúin að vera fyrir utan Reykjavík, en hve langt frá höfuðborginni viljið þið vera?? Er einhver staður þar sem við getum verið í nokkuð langan tíma, allavega frameftir kvöldi?? Og auðvitað grillað og vökvað sálina!!
Kv.
Þórey

sunnudagur, júní 06, 2004

Þetta hafði verið ermalangur vetur hjá smávindlunum...

Já...mig langar svolítið að vera einhversstaðar fyrir utan bæinn. Er það ekki betra? Ef við verðum í bænum, þá held ég að þegar líður á partýið, þá vilji fólk fara niður í bæ og þá splundrast hópurinn hingað og þangað. Eða hvað finnst ykkur? Væri gaman að grilla saman, spjalla um gömlu tímana (eins og maður sé 76 ára hérna) og eyða kvöldinu bara í góðu tjilli.

Kv, Pétur.

miðvikudagur, júní 02, 2004

Grillum, grillum

Já ég er sammála þessum grillhugmyndum. Ef ekki í Nauthólsvík þá bara á svölunum hjá Brynju, þröngt mega sáttir éta ekki satt!! En allir eru sem sagt sammála því að hafa þetta game í bænum eða þar í nágrenni?? Ég veit ekki hvað annað má gera með grillinu nema bara tjatta og rifja upp þá gömlu góðu daga. Kannski fara í keilu já og svo grill eða bara sund :)
Allavega fólk verður að tjá sig um þetta hér á blogginu annars veit engin neitt um neitt sem aðrir vilja, ekki satt!!
Bæjó í bili
Þórey