Snillingarnir snúa aftur!

sunnudagur, júlí 25, 2004

Í þynnku coma!

Jæja gott fólk...ég vil þakka ykkur öllum fyirr mjög svo skemmtilegt reunion í gær! Þetta var rosalega gaman og ég verð að segja að Gulli "swing" sýndi og sannaði að nýja keilusveiflan hans skilar árangri. Berglind á einnig hrós skilið en það eru eflaust ekki margar óléttar konur sem gera heilu fellurnar í röðum, komnar 9. mánuð á leiði!

Grillmaturinn var geðveikur, bjórinn líka og tónlistin mjög skemmtileg og ég held að okkur hafi í alvörunni tekist að blasta græjurnar nógu helv. hátt til að við gætum hefnt okkur á pakkinu á efri hæðinni fyrir hönd Berglindar og Hauks. Er búin að vera í svaka Gammel dansk þynnku í dag en sú þynnka var svo sannarlega þess virði ; )

Ég vil svo endilega hvetja alla til þess að halda áfram að blogga hér. Ég ætla svo að græja e-ð myndaalbúm sem ég ætla að setja á bloggið og geta þeir sem voru með myndavélar dælt inn fyllerísmyndunum.

Bið að heilsa í bili en enn og aftur takk fyrir daginn...þetta var frábær dagur!

kv.
Brynja

p.s höstlaði um 7 leytið fyrir utan 10-11....kött að nafninu Skotta, búsett á Grenimelnum. Ég bauð henni "í glas", tvöfalda íslenska léttmjólk og svo "drapst" hún upp í rúmi. Hún fór svo um hádegisbilið...eða eins og aðrar hjásvæfur!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home