Snillingarnir snúa aftur!

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Plaffffað á mávana í Nauthólsvík

Það er gott að það er að komast endanlegt plan fyrir helgina. Ég tjekkaði á veðurspánni og það á að vera skýjað á laugardaginn og rigning á sunnudaginn svo það gæti allt eins verið að það myndi rigna e-ð á laugardaginn, það er þá fínt að við höfum húsaskjól.

Við gætum hittst í fordrykk hjá mér, landakaffi með sykri ;) En það er spurning hvort við myndum leggja í púkk eða hver að koma með sitt. Ef það verður rigning á laugardaginn þá grillum við bara á svölunum hjá mér, en ef veðrið verður mannbjóðandi þá held ég að það væri tilvalið að kíkja í Nauthólsvíkina. Þrátt fyrir efasemdir Eymundar um ágæti þess, þá held ég að það verði ekki mikið að fólki þarna um kvöldmatarleytið og þegar líða tekur á kvöldið og í þau skipti sem ég hef komið þarna, þá hef ég ekki rekið augun í marga máva. Það er svo alltaf spurning að koma með loftriffil og "plaffffa" á kvikindin, eða senda eftir Skjölla og siga honum á mávana!

En hvað með Viðey...er e-r stemmari með það...á ég að tjekka með verð á gönguferð með leiðsögn??

kv.
Brynja

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home