Snillingarnir snúa aftur!

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Draugar og djöfulgangur...

Jæja...mér líst vel á þessa dagskrá. Mér skilst með þetta ferðamannafjós að það sé bara búið spil. Kallinn bara hættur með þetta. Getum ábyggilega fengið að mjólka hjá honum eða eitthvað. Girða kannski...tekið upp járnkallinn og skellt upp einni girðingu eða svo. Gönguleiðirnar þarna er hægt að fá bæklinga um í upplýsingamiðstöðinni þarna. Við getum gengið um Þrastaskóg og Öndverðarnes eða eitthvað solis. Stuttar leiðir skilst mér....þannig að allir ættu að fíla þetta. Persónulega leiðast mér langar göngur. Ég held líka að skoðunarferð á draugasafnið plús gönguferð sé bara fín dagskrá einfaldlega vegna þess að við höfum bara held ég nóg að tala um.....eða það held ég allavegana. Ekki eins og við hittumst á hverjum degi :)

Kv, Pétur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home