Snillingarnir snúa aftur!

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Enn ein tillagan

Sko...eftir að hafa gert smá könnun þá komst ég að þeirri niðurstöðu að Sigrún kemur ekki sökum anna í Flatey og Berglind hefur ekki ákveðið sig enn þá sökum óléttu. Mér er ekki kunnugt um hvort Hulda hyggist koma. Við erum því ekki nema jafnvel 7.

Ég hef pælt ansi mikið í þessu áður ákveðnu fyrirkomulagi og hef alveg andpólast í skoðunum mínum varðandi skipulagið (er þó ekki að kenna einum eða neinum um, ég er sjálf í "skipulagsnefnd"). Þar sem útlit er að fyrir að við verðum ansi fá og enginn hefur boðið fram grill og græjur veit ég ekki hversu vel við náum að uppfylla fyrri plön um reunion. Mér lýst samt enn vel á Draguasetrið á Stokkseyri en ég veit ekki lengur með að sofa í tjöldum og vera tónlistarlaus?! endar þetta þá ekki bara þannig að við drekkum okkur haugafull og og ælum hráu kjöti eftir að hafa reynt að grilla á einnota grillum! Mér finnst líka umhugsunarvert hversu fá við verðum en kannski koma Berglind og Hulda frekar ef þetta er í bænum, allavega Berglind þar sem hún er ekki að fara að keyra ein eða gista í tjaldi.

Ég set því fram hugmyndir hér og allar athugasemdir eru vel þegnar, góðar og slæmar. Þó svo að við búum flest hver í Reykjavík að staðaldri er hellingur sem við getum gert hér, þó það sé alltaf gaman að vera í sveitinni líka. Það er kannski ókostur að hópurinn gæti splittast upp þegar líður á kvöldið ef við verðum í bænum en hann er hvort eð er búin að skiptast upp þar sem við erum örfá sem erum að fara að hittast eða 7-8. Ég legg til að við verðum ögn menningarleg í bland við smá sukk, líkt og planið var, en þess í stað hér í bænum. Ég held þar fyrir utan að við munum drepast á hvert á eftir öðru í tjaldbúðum, sem er í raun það sama og hópurinn splittist á djamminu. Hér er hugmynd að laugardeginum:

Hittast um 14:OO fyrir utan Hallgrímskirkju og fara upp í turninn og skoða útsýnið (600 kr. á mann) ég hef farið og mæli með því, sérstaklega ef það er gott veður Þar gætum við platað tústistana til að taka "bekkjarmynd" ; ) Við gætum síðan hópkeyrt til Sundahafnar og farið í Viðey með ferjunni og fengið göngutúr með leiðsögn. ég er þó ekki viss hvað það kostar nákvæmlega með leiðsögn en ferðin fram og tilbaka í Viðey er 500 kr. á mann. Eftir Viðey gætum við farið í Nauthólsvík og grillað og tekið með okkur blakbolta og farið í smá strandarblak, það kostast ekki neitt. Þar gætum við sukkað og haft það skemmtilegt, útötuð í grillsósum og með kjöt á milli tannana. Síðan gætum við farið heim til mín þegar kvölda tæki og haldið áfram að fylla okkur og svo gætum við kíkt út á lífið, saman eða í sitthvoru lagi, allt eftir því hver stemmarinn er. Þar sem við verðum hvort eð er örfá ætti ekki að vera erfitt að halda hópinn. Ég er ekki með nein tímamörk á partýinu...við gætum alveg sleppt því að fara niður í bæ og verið bara hér, það er ekkert sem segir að við þyrftum endilega að fara niður í bæ. Ég hef löglega afsökun til að halda partý hér fram undir morgun þar sem ég flyt héðan eftitr mánuð. Þó íbúðin sé ekki stór þá hef ég auðveldlega haldið 25 manna partý hér og það hefur enginn kvartað hingað til.

Ok þetta er semsagt hugmyndin og endilega verið nú dugleg að kommenta. Ekki samt misskilja mig...ég fer ekkert í fýlu eða eitthvað svoleiðis ef ykkur líst ekki á þetta. Persónulega langar mig meira að sofa heima hjá mér en í tjaldi en ég gæti svo sum umpólast aftur...hver veit?!

bið að heilsa í bili
Brynja

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home