Snillingarnir snúa aftur!

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Mér líst ljómandi vel á planið : )

Við getum hisst heima hjá mér og ákveðið hvað við viljum gera, allt eftir veðri og vindum. Ég væri til í Viðey og gögnuferð, en ég skildi samt ekki alveg hvað Þórey átti við með verðinu, er það þá ekki 5500 fyrir túinn (varla á manninn er það)? Ef það er leiðsögnin og það, þá er þetta ekki mikið á mann.

Keila hljómar ansi spennandi og ég er meira en til í það, ég held að þetta sé ein af fáu íþróttagreinum sem mér gengur sæmilega í, þó kannski best að hafa sem fæst orð um árangur í íþróttum ;) Eftir keilu gætum við svo grillað hjá mér eða í Nauthóslvíkinni, bara það sem okkur dettur í hug. Það er svo líklega best að hver og einn komi með sitt bús, því smekkur manna hefur væntanlega breyst síðustu 12 ár og ekki víst að allir drekki Koskenkorva útí mix lengur. Ég treysti mér því ekki í kokteilagerð neitt sérstaklega.

Ég á heima að Eggertsgötu 24, íbúð 217. Þetta er niðrí Skerjafirðinum á Stúdnetagörðunum í stóru blokkinni með 10-11. Ef einhver finnur þetta ekki þá er síminn hjá mér 845 8994

Hlakka til að sjá ykkur!

kv. Brynja

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home