Snillingarnir snúa aftur!

mánudagur, maí 24, 2004

Ég er alveg að missa mig hérna, gleymdi að kvitta undir.

Pétur.

Jæja...er ekki kominn hugur í fólk? Allir uppfullir af góðum hugmyndum? Hélt það líka. Talandi um svona grill. Mér líst afskaplega vel á það. Það er FÓG (fljótlegt, ódýrt og gott) og góð leið til að tjilla og rifja upp gúdd óld deis. Allavega....ég gef grænt á grillið!

Hugmyndir

Mér finnst alveg tilvalið að við nýtum þennan vettvang til að ræða hugmyndir um hvað við eigum að gera þennan merka dag sem nálgast óðum.

Ég var í matarboði hjá Berglindi og Hauk í gær (rosa gott :) ) og okkur datt í hug að það væri gaman að fara með ferju út í Viðey og grilla þar og hafa stuð. Þar má svo fara í hefðbundna leiki eins og flöskustút, hlaupa í skarðið kíló eða eitthvað annað....NEI GRÍN! Ég ætla ekki að láta reyna á íþróttahæfni mína neitt...þau eru ófá sjálfsmörkin sem ég hef skorað um ævina ;)

Anyways...ef veður leyfir ekki svona skemmtiprógramm þá má einfaldlega skella þesssu upp í kæruleysi, fara til mín í pártý og grilla á svölunum...íbúðin er ekki stór en það er hæglega hægt að troða 30 manns eða svo þarna. Annað sem við gætum gert væri að grilla niður í Nauthólsvík...en persónulega langar mig mjög mikið að grilla en það er miklu ódýrara og skemmtilegara en að fara eitthvað svaka uppstríluð út að borða þar sem við þurfum að halda aftur að okkur í endurminningunum (vil ekki eiga það á hættu að okkur verði vísað út heheheheh)


Svo gætum við farið í keilu, haldið partý í tjöldunum hjá BSÍ, kveikt á nokkrum brunavarnakerfum, brætt tyggjó og hent í vegfarendur, ja eða tuggið klósettpappír og skotið á vegfarendur eða bara ótal margt!

Endilega komið með hugmyndir...við höfum svo bara kosningar um hvað þið viljið gera og fáum ÖSE til að fylgjast með kosningunum a la Ástþór Guðmundss. geðsjúklingur!

bið að heilsa í bili!

Brynja

miðvikudagur, maí 19, 2004

Snillingarnir sn�a aftur!

Nei komiði sæl öll sömul, elsku dúllurnar mínar. Þetta er bara algjör snilld að dúndra upp svona back in the days bloggi. Sá mér leik á borði að skrifa eitthvað hér núna vegna þess að ég vaknaði klukkutíma of snemma í vinnuna. Ekki veit ég af hverju. Jæja....Þetta var nú svei mér skemmtilegur tími þarna í Nesjaskóla. Mér er einna minnistæðast þegar Sólveig enskukennari fékk að finna fyrir upphituðum tyggjóklessum ala Pétur og Eymundur. Hún labbaði beint inní tyggjóleiðslurnar sem hengu úr loftinu, festist allt í hárinu á henni. Rauk svo að borðinu hjá mér og Eymundi og byrjaði að ausa úr skálum reiði sinnar. Skipti þá engum togum að Eymundur reif upp myndavél og tók eina mynd af Sólveigu í brjálæðiskasti. Þetta kom helvíti flatt uppá hana svo ekki sé meira sagt. Jæja...takk fyrir mig í bili. Yfir og út, Pétur.

þriðjudagur, maí 18, 2004

Snillingarnir snúa aftur!

Hæ hæ

Ég fékk þessa rosalega sniðugu hugmynd um að setja upp blogg þar sem við gætum tjáð okkur um andans mál og come-back aldarinnar, eða þegar snillingarnir snúa aftur! Hér er öllum velkomið að tjá sig, engar ritskoðanir í gangi og þessi vettvangur er því upplagður til að rifja upp ástkærar minningar úr Nesjaskóla...svona rétt til að hita upp fyrir sumarið.

Mig langar að deila því með ykkur að í vetur hef ég verið að vinna sem forfallakennari í Hagaskóla en núna siðustu tvær vikur hef ég verið að leysa kennara af sem er í feðraorlofi. Það er skemmst frá því að segja að ég fæ Nesjaskóla flash-back reglulega...t.d eins og þegar ég gekk út úr tíma a la Jónína Kárdal (þó ekki grenjandi) því gemlingarnir höguðu sér eins og við gerðum forðum daga. Nú síðast í fyrradag fór ég að ljósrita og þegar ég kom aftur þá voru allir búnir að setja stólana sína fyrir framan borðin og snéru vitlaust...DOES THAT BRING BACK MERMORIES?!

Endilega setjið inn linka á blogg eða heimasíður hjá ykkur!

Annars bið ég bara að heilsa og hlakka til að heyra í ykkur!

Kv.

Brynja