Snillingarnir snúa aftur!

mánudagur, júlí 19, 2004

Draugar -drukknir eða dauðir

Ég vild endilega fara að fá e-a mynd á þetta "ekki-prógramm" okkar!! Mér lýst mjög vel á kajakferð og ferð á draugasafnið, hvort tveggja er á viðráðanlegu verði, en eins og Eymundur sagði þá eru nokkrir verðlflokkar í kajaksiglingunum og mér líst best á ferð 2 eða 3 en ferð 2 kostar 1900 og er án leiðsagnar en ferð 3 er með leiðsögn. Það er alltaf gaman að heyra heimamenn og kunnugua segja frá staðháttum og þess konar því maður verður ávallt margs vísari og því væri ég til í ferð 3, þ.e. með leiðsögn. Mér lýst líka mjög vel á draugasafnið en ég bjallaði í þá rétt áðan og verðið er 1400 á mann og enginn hópafsláttur. Þetta er 45. mín túr um safnið og maður verður víst ekki svikinn af því. Ég reyndi líka að bjalla í ferðafjós-bóndann að Laugarbökkum en hann svaraði ekki. Veit því ekki hvað kostar þar.

Hvernig er svo með grill, tónlist og þess háttar?? Gott væri ef e-r gætu tekið svoleiðis með sér en því miður á ég ekkert af áðurnefndu, en Hagkaups "gettóblasterinn" minn gaf nýlega upp öndina en ég gæti þó hugsanlega reddað e-m diskum.

Ef við erum að spá í draugsafninu og kajak þá væri eflaust fínt að leggja af stað úr bænum um 2 eða hálf 3.

Anyways...við verðum að fara að negla e-ð niður. Veist samt e-r hvernig veðurspáin er???

kv.
Brynja

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home